148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér voru sérstakar umræður um fátækt í gær og þessi lagfæring á barnabótakerfinu í áttina að því eins og það var hannað er í rauninni líka lagfæring á fátæktarvandamálinu. Þetta kemur einmitt þeim best sem eru á þeim stað í lífinu að búa við fátækt, t.d. þeim sem eru einstæðir foreldrar.

Takið þetta alvarlega á þeim nótunum, ef það er satt sem kom fram í umræðum um fátækt í gær er þetta lausn í þá áttina.

Þingmaðurinn segir já.