148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:09]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf):

Herra forseti. Fátækt þúsunda barna á Íslandi er alvarlegt samfélagsmein. Fátækt barnafjölskyldna á Íslandi er bráðavandi og það þarf ekki meiri tíma, það þarf ekki fleiri úttektir, það þarf ekki meiri yfirlegu til að leiðrétta þetta alvarlega mein sem er afleiðing stjórnarhátta fyrri ríkisstjórnar, m.a. Sjálfstæðisflokks, og núverandi ríkisstjórn viðheldur. Sýnum nú dug og segjum já þegar við greiðum atkvæði um þessa breytingartillögu.

Ég segi já.