148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:10]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða tillögu um að barnabætur skerðist ekki hjá fólki sem er undir lágmarkslaunum. Lágmark er lágmark. Lágmark er annað orð yfir það sem er lægst. Það á enginn að vera undir lágmarki, allra síst fátæk börn. Fyrr í dag var talað um forgangsmál. Kjör fátækra barna eiga alltaf að vera forgangsmál. Ég segi já.