148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:11]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Að barnabætur skuli skerðast við svo lága upphæð áður en einu sinni lágmarkslaunum hefur verið náð er svo ótrúlega mikil geðveiki að ég skil það ekki. Ég skil að núverandi ríkisstjórn sé að hækka barnabætur aðeins og geri þannig aðeins betur. En það er bara ekki nóg. Það á að vera augljóst öllum. Mögulega hafa ekki nægilega margir hér inni upplifað á eigin skinni hvað það er að vera einstætt foreldri og reyna að sjá fyrir börnum. En það vill svo til að það gera nánast allir vinir mínir. Ég veit hvernig það er og að þessar litlu fjárhæðir skipta sköpum. Þetta viðkemur lífi barna, að þessi börn fái sömu tækifæri og önnur börn í samfélaginu. Það skiptir máli. Þetta eru ekki háar upphæðir. Ég veit að ríkisstjórnin telur sig vera að gera gott með því að hækka þær en það er bara ekki nóg. Það á ekki að skerða barnabætur við 242 þús. kr. á mánuði. Það er ekki ásættanlegt.

Ég segi já.