148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:12]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Kæri stjórnarmeirihluti. Hvernig getur það þótt eðlilegt hjá 11. ríkustu þjóð heims að búa svona illa um barnafjölskyldur og lítil börn? Hvernig getur það þótt eðlilegt á Íslandi, hinu ríka landi, að skerða barnabætur sem eiga að vera stuðningur við þá sem minnstar hafa tekjur? Hvernig getur ríkisstjórninni, ráðherrum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og öðrum, þótt eðlilegt að skerða barnabætur við 242 þús. kr. eða um 480 þús. kr. tekjur hjá hjónum. Þetta eru bætur fyrir lítil börn sem eiga ekki neitt. Finnst ykkur í alvöru í lagi að skerða barnabætur við þetta? Við erum að leggja til smávægilega breytingu þannig að bætur til barna, fátækra barna, skerðist ekki við tekjur, heildartekjur, undir 300 þús. kr. (Forseti hringir.) Hvernig getiði sagt nei við þessu? Ég segi að sjálfsögðu já.