148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:15]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Það er eitt að tala um tind hagsveiflunnar og ríkasta land veraldar og hvað allir hafi það rosalega gott, það bara fer eftir því úr hvaða munni það kemur vegna þess að staðreyndin er sú að það hafa það ekki allir jafn gott. Hér búa sumir við örbirgð. Það er til ævarandi skammar að við sem hér sitjum skulum ekki geta sýnt sóma okkar í því að taka utan um börnin okkar af öllu, einn viðkvæmasta hópinn í samfélaginu. Framtíð landsins okkar eru börnin okkar. Þau eiga að sitja öll við sama borð. Þau eiga líka að fá að njóta þess að við séum í því góðæri sem raun ber vitni í dag. Að sjálfsögðu segi ég já.