148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:17]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingartillögu frá minni hlutanum sem fjallar um alvarlegt og mikilvægt mál. Það er mikilvægt fyrir börn og það er mikilvægt fyrir barnafólk. Málið er jafnframt prófsteinn á vilja ríkisstjórnarinnar til að bæta hag barna, líka prófsteinn á vilja ríkisstjórnarinnar til þess að eiga samvinnu við minni hlutann. Ekki mun standa á minni hlutanum að taka þátt í heildarendurskoðun kerfisins sem um þessi mál gilda. En heildarmynd og heildarendurskoðun heildarmyndar gefur lítið í vasa þeirra sem á þurfa að halda. Ég verð að ítreka enn og aftur vonbrigði mín með vinnubrögð nýrrar ríkisstjórnar. Þingmaðurinn segir já.