148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:18]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf):

Virðulegi forseti. Hér erum við með breytingartillögu varðandi tekjuviðmið barnabóta þar sem minni hluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að miðað við 300.000 kr. laun fái þeir óskertar barnabætur sem eru undir þeim viðmiðum. Það er ljóst að við Íslendingar höfum ekki stutt barnafjölskyldur eins vel og hin Norðurlöndin, sem við höfum viljað miða okkur við. Við höfum verið langt frá því. Undanfarin ár hefur munurinn aukist stórlega. Barnabætur á Íslandi eru miklu lægri og ná til miklu færri en í þeim löndum sem við höfum viljað bera okkur saman við. Hér er verið að leggja til breytingu í þá átt að auka aðeins við og styðja fátækasta barnafólkið. Þingmaðurinn segir já.