148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:22]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf):

Herra forseti. Í þeirri skýrslu sem ég vitnaði til áðan um skattbyrði launafólks 1998–2016, sem ASÍ sendi frá sér í ágúst síðastliðnum, kemur fram að stuðningur vaxtabótakerfisins hafi minnkað verulega á því tímabili sem þar er fjallað um og að fækkað hafi í þeim hópi sem fái greiddar vaxtabætur. Þar kemur enn fremur fram, herra forseti, að tekjulágt barnafólk með lágmarks eigið fé, viðmiðunin er 20% í húsnæði, fái í dag lítinn sem engan stuðning í gegnum vaxtabótakerfið. Hér verður að bæta úr. Ég segi já.