148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:24]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Vaxtabótakerfið hefur marga galla sem við þurfum sem fyrst að fara að taka á með heildstæðum hætti. Þetta kerfi á að hjálpa fólki við að kaupa íbúðir en gæti verið að ýta undir hækkun húsnæðisverðs töluvert umfram það. Hins vegar er tilfellið að sú breyting sem lögð er fram hér er góð viðbót og góð lagfæring á annars gölluðu kerfi. Við ættum að segja já við henni hreinlega vegna þess að það er ekki tími núna til þess að laga hið gallaða kerfi en það er alla vega tími til að láta aðeins færri þjást fyrir það. Ég segi já.