148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:28]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Íbúðalánasjóður gerði nýlega greiningu á stöðu vaxtabóta í kerfinu eins og það er núna. Þar er sagt að 40% vaxtabóta fari til tekjuhærri helmings þjóðarinnar. Vaxtabótakerfið er einfaldlega orðið skakkt miðað við hagsmunum hverra það á að þjóna. Já, tekjur hafa hækkað, en á sama tíma hafa kerfin sem eiga að styðja þá sem eru tekjulægri drabbast niður. Það gerir það að verkum að það er klórað af kaupmáttaraukningu þeirra sem eru tekjulægri, þeir njóta þeirra ekki eins vel og þeirra sem eru í millitekjum og ofar.

Ég segi að sjálfsögðu já við þessari breytingartillögu.