148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:29]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hvernig skyldi standa á því að ríkisstjórn Íslands vilji láta þá sem verst hafa það, þá sem verst standa, bíða í heilt ár, bíða í tvö ár eða heilt kjörtímabil á meðan einhver nefnd á hennar vegum er að velta fyrir sér hvernig eigi mögulega að breyta kerfinu, breyta vaxtabótakerfinu og breyta barnabótakerfinu? Hvers vegna eiga þeir sem verst hafa það hér á landi að bíða í heilt ár eða heilt kjörtímabil? Hvernig getur það verið réttlætanlegt?

Kallað er eftir samstöðu á þingi. Þá vill sú sem hér stendur kalla eftir samstöðu ríkisstjórnarinnar, samstöðu allra sem hér starfa um að koma fátæku fólki á Íslandi til aðstoðar. Við erum rík þjóð og eigum að koma þessu fólki til aðstoðar.

Ég segi að sjálfsögðu já.