148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:36]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Fram kom í máli nokkurra ráðherra núna áðan að brýnt væri að afleggja virðisaukaskatt á bækur, en engin tillaga kom fram um það efni þannig að við í Miðflokknum ákváðum að spara þeim ómakið og leggja hana fram. Það var haft á orði í umræðum um daginn að sá sem hér stendur væri til í að skipta um skoðun. Það eru líklega fleiri sem gera það núna. Það er kannski heilbrigðismerki. En í þessu tilfelli finnst mér það nú ekki. Ég lýsi vonbrigðum mínum yfir því að stjórnarliðar skuli ekki styðja þá tillögu sem þeir hafa sjálfir kallað eftir. Mér finnst það alveg furðulegt, herra forseti.