148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:46]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég segi bara: Hvaða yfirlýsingu? Hvaða skriflega samkomulag? Ég ætla ekki að halda því fram að menn fari með lygar í þinginu, eins og gert var hér fyrr í dag, en þetta er byggt á algjörum grundvallarmisskilningi. Ekkert slíkt skriflegt samkomulag var gert á milli mín og Samtaka atvinnulífsins þannig að forsendan fyrir þessari breytingartillögu er algjörlega úr lausu lofti gripin.