148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:50]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar mun draga til baka breytingartillögu í 2. tölulið. Það er gert að höfðu samráði við hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra sem hefur tekið þá stefnumarkandi ákvörðun að hætta innheimtu efnisgjalda í framhaldsskólum til framtíðar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)