148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:51]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fagna því að það eigi að draga þessa breytingartillögu til baka. Sjálf trúði ég því varla að þegar nýbúið væri að blása til stórsóknar í menntamálum ætti að heimila gjaldtöku á iðnnema og starfsmenntanema þannig að þeir bæru 300 millj. kr. rekstrarkostnað framhaldsskólanna á árinu 2018. En ég gleðst yfir því að menn skuli hafa fallið frá því og vona að framhaldið verði í svipuðum dúr.