148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:53]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið hefur ríkisstjórnin ákveðið að innheimta ekki ákveðin efnisgjöld á framhaldsskólastiginu. Þetta er auðvitað risastórt skref í að gera framhaldsskólastigið gjaldfrjálst. Þingheimur hefur í langan tíma stefnt að þessu. Þess vegna er sérstakt fagnaðarefni að við séum að taka þetta skref. Við erum líka að sýna það í verki að okkur er alvara með því að efla iðn- og verknám í landinu. Við höfum skýra framtíðarsýn er varðar menntun. Þessi aðgerð er að sjálfsögðu fjármögnuð og þetta mun ekki verða til þess að draga úr fjármögnun á framhaldsskólastiginu. Ég er virkilega ánægð með að verið sé að taka þetta skref og við erum svo sannarlega að standa við þá stefnumörkun sem við höfum tekið og kynnt.