148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018.

3. mál
[12:54]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vildi bara vekja athygli þingheims á því að þetta er það skásta sem kemur út úr tveggja klukkustunda langri atkvæðagreiðslu, að ríkisstjórnin, stjórnarmeirihlutinn, skuli draga eigin tillögu til baka. Meira kom ekki út úr þessu. Þrátt fyrir að stjórnarandstaðan eða minni hlutinn hafi lagt sig í líma við að leggja fram uppbyggilegar tillögur og þar á meðal tillögur sem stjórnarliðar höfðu sérstaklega lýst yfir stuðningi við. En kusu svo gegn. Og sönnuðu heldur betur að hér greiða menn eingöngu atkvæði út frá flokkslínum, eingöngu út frá stuðningi eða kröfu stjórnarinnar, en ekki út frá eigin sannfæringu.