148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjáraukalög 2017.

66. mál
[16:24]
Horfa

Ágúst Ólafur Ágústsson (Sf) (andsvar):

Forseti. Hérna skilur aðeins á milli mín og hv. þingmanns. Mér finnst lyfin einmitt gott dæmi um eitthvað sem ætti ekki að vera í fjáraukalögum. Kannski að hluta til en þegar við erum komin með útgjaldalið sem er reglulega í fjáraukalögum er eitthvað að í áætlunargerðinni. Mér finnst það ágætisdæmi um hjólför sem við þurfum upp úr hvernig við nálgumst síaukinn kostnað í lyfjamálum, sem er sérstakt úrlausnarefni fyrir þingið.

Að öðru leyti held ég að ég hafi farið þokkalega vel yfir dæmi um verkefni sem eiga yfirleitt ekki heima í fjáraukalögum; samgöngumál, kirkjumál, bændur, vanáætlun á fjölgun öryrkja o.s.frv. Mér finnst flestir liðirnir eiga heima í fjárlögum, alla vega eru mjög margir á gráu svæði. Við skulum orða það þannig.