148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:06]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar, en þetta svar gerir mig nú bara ringlaða. Ég er búin að vera mörg ár í fjárlaganefnd og hef starfað með hv. þingmanni að breytingu á lögum um ríkisfjármál og við hljótum, fjárveitingavaldið, sem í þessum sal að þurfa að bæta 300 millj. kr. í málasvið framhaldsskóla. Ef við gerum það ekki verða framhaldsskólarnir að skera niður. Hæstv. menntamálaráðherra, hversu ágæt sem hún nú er, getur ekki galdrað sig fram hjá lögum um ríkisfjármál. Ég við biðja hv. þingmann um að útskýra þetta betur fyrir mér. Er það ekki svo að ef það á að eyða meira í framhaldsskólastiginu þurfum við að samþykkja meiri fjárveitingar inn á málasviðið? Er það ekki nákvæmlega svo?