148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[19:07]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að við eigum að horfa til þess að leita í varasjóðina, þ.e. við erum ekki endilega að stækka rammann í heildarmálasviðinu heldur getum við gert þetta með öðrum hætti. Það vona ég a.m.k. Það er hægt að taka þetta úr varasjóði. Það er hægt að leita leiða innan sviðsins. Ég geri ráð fyrir því að mennta- og menningarmálaráðherra geri það því að ekki viljum við fá þetta inn á fjáraukalög næsta árs. Við höfum látið vita af því að það sé ekki æskilegt. Ég geri því ráð fyrir því að við munum fyrst nýta varasjóðina áður en beiðni er lögð fram um fjáraukalög. Nei, hv. þingmaður, þetta er innan málefnasviðsins og það er alveg hægt að gera það. (Gripið fram í.)