148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[20:30]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Setja allt á annan endann, vel á minnst. Það er jafnan spáð dómsdegi þegar einhver leggur til að skattur sé hækkaður eða eitthvað gert sem kennt er við vinstri. Við heyrðum eina dómsdagsræðu um það áðan frá hv. 5. þm. Reykv. s. Það sem vefst fyrir mér í þessu er að við erum með ríkisstjórn sem ætti a.m.k. að helmingi til að vera sammála þessu. Ég veit alveg að það er tilætlunarsemi og ég veit að maður á ekkert að vera að ímynda sér hvernig aðrir þingmenn myndu greiða atkvæði, en ég segi það bara eins og ef ég væri áhorfandi að það er eitthvað skrýtið að við séum í þeirri stöðu að tillögum um hærri barnabætur þannig að þær skerðist ekki langt undir lágmarkslaunum sé hafnað, ofboðslega einföld krafa finnst mér. Ég velti fyrir mér hvernig hv. þingmaður myndi fara með fjárlögin ef hann kæmist í þá stöðu að verða ráðherra og standa hér og bera ábyrgð (Forseti hringir.) á þessum fjárlögum — ó, strax búinn. Hvernig mundi hv. þingmaður taka tillögum minni hlutans t.d. ef þær væru ekki (Forseti hringir.) endilega að skapi samstarfsflokksins?