148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[20:32]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er hægara um að tala en í að komast, það er jafnan svoleiðis. Hluti af verkefnunum sem við blasa er hreinasta forgangsatriði. Þeim hefði verið hægt að hrinda í framkvæmd strax og þarf ekki yfirlegu, þarf ekki úttektir og þarf ekkert miklar vífilengjur. Við tökum þessa hópa sem við höfum verið að tala um, þ.e. börnin, öryrkja og aldraða. Þarna getum við gert miklu betur. En það eru aðrir og stærri málaflokkar. Ég geri mér grein fyrir því. Ríkisstjórnin hefur ekki setið að völdum lengi. Heilbrigðisþjónustan er t.d. stórt skip. Það þarf langan tíma til þess að snúa því og hafa þar áhrif. Hagsmunaöflin eru ýmisleg. Þau eru oft engin lömb að leika sér við. En ég vísa bara aftur til þeirrar vinnu sem okkar góði flokkur, Samfylkingin, (Forseti hringir.) hefur lagt í undirbúning fjárlagagerðar.