148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[20:38]
Horfa

Guðjón S. Brjánsson (Sf) (andsvar):

Forseti. Það er nefnilega mjög merkilegt þjónustuform rekið á Suðausturlandi þar sem Heilbrigðisstofnunin á Höfn í Hornafirði er hluti af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en menn hafa gert með sér frávikssamkomulag. Heilsugæslan er nærþjónusta. Hún ætti auðvitað heima hjá sveitarfélögum alveg eins og heimaþjónustan á heima hjá sveitarfélögum og heimahjúkrun ætti heima þar líka. En sporin hræða. Sveitarfélögin hafa beyg af því að taka yfir verkefni af ríkinu og nefna til sögunnar málefni fatlaðra og grunnskólana. Það er þess vegna ærið verk að vinna á þessu sviði. Akureyri var með þessa þjónustu, heilsugæsluna, á sínum herðum en óskaði því miður eftir því að gengið yrði til baka, af fjárhagslegum ástæðum.