148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[22:13]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Forseti vill árétta við þingmenn að halda ræðutíma. Þegar forseti var stöðumælavörður var það þannig að þegar menn höfðu verið mjög lengi þá var gefið smávegis aukasvigrúm áður en þeir sættu sekt. Aftur á móti ef þeir höfðu staldrað stutt við, eins og í andsvörum og svona, var aðeins meira umburðarlyndi hvað það varðaði.