148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:14]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögu á þskj. 142 fyrir hönd hæstv. fjárlaganefndar, nefndarinnar í heild sinni, sem felur í sér nýtt 250 millj. kr. framlag til handa framhaldsskólum til að mæta að fullu áhrifum af breytingum sem samþykktar voru fyrr í dag í umræðum um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018 sem snýr að innheimtu á efnisgjöldum í verknámi framhaldsskóla. Þessi tillaga er til að mæta því framlagi að fullu.

Undir tillöguna rita allir hv. þingmenn hv. fjárlaganefndar, Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Birgir Þórarinsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson, Páll Magnússon og Þorsteinn Víglundsson.

Við leggjum til að þessi breytingartillaga verði samþykkt þegar við tökum málið til atkvæðagreiðslu.