148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:41]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta fjárlagafrumvarp er byggt á veikum grunni, það er byggt á fáum og stórum tekjustofnum sem eru brothættir ef hægja fer á í hagkerfinu.

Það er sérstaklega minnt á að það er búið að fella niður nokkra tekjustofna í fjárlagafrumvörpum á undanförnum árum sem gætu hjálpað til ef það fer að kólna og hægja á í efnahagskerfinu. Ég vara við þessum aðstæðum sem blanda komandi kjarasamningum saman við þá spá að verðbólga sé að fara yfir viðmiðunarmörk og minni jafnframt á að boðuð stórsókn í heilbrigðiskerfinu lítur út í öllum umsögnum eins og það sé verið að halda á núllinu. Það er rétt verið að halda því frá því að fara í mínus.

Aðaláherslan er á að það sé verið að byggja upp sjúkrastofnanir en hún er að ná upp þeim skorti (Forseti hringir.) á viðhaldi og byggingum á undanförnum áratugum sem hafa ekki gerst þannig að við rétt náum núlli.