148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:52]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hæstv. fjármálaráðherra talar um að stjórnarandstaðan sé sundurlaus. Hún er hins vegar eins og fjölskylda, maður velur sér ekki fjölskyldumeðlimi en maður elskar þá alla. [Hlátur í þingsal.] Síðan tala stjórnarliðar ýmist um að frumvarpið sé sterkt, fé sé sett í heilbrigðismál, menntamál og samgöngumál, og það er vissulega gott og við fögnum því, en við skulum líka tala um það sem hefur gleymst í þessu fjárlagafrumvarpi; það eru aðgerðir fyrir fátækt fólk, fyrir börn, fyrir aldraða og fyrir öryrkja.

Góður skáldsagnahöfundur myndi kalla þetta frumvarp hinna gleymdu.