148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:53]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég bara get ekki á mér setið vegna þeirrar gagnrýni sem við heyrðum frá hæstv. fjármálaráðherra vegna þess að mér finnst hún svo furðuleg. Það eru margir flokkar í stjórnarandstöðu. Það væri stórkostlega furðulegt ef fimm stjórnarandstöðuflokkar væru sammála um allt í fjárlögum. Auðvitað eru þetta mismunandi flokkar og eru með mismunandi áherslur. Þetta segir sig sjálft.

Mér finnst þessi gagnrýni ofboðslega skrýtin. Stundum heyri ég gagnrýni sem mér finnst ósanngjörn en er samt svolítið sár. Þessi finnst mér bara furðuleg. [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í: Bara grín.)