148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:55]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Hér er um að ræða litla tillögu um að reyna að stoppa upp í stórt gat sem varð til á dögunum þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að skerða framlög til Sameinuðu þjóðanna um 258 milljónir dollara. Þetta er mjög hófleg tillaga til að reyna að koma til móts við þessar skerðingar til stofnunarinnar sem muni hafa veruleg áhrif á getu þeirra til að stuðla að heimsfriði á næstu árum.

Ég veit að þetta kemur mjög seint en vandamálið varð til fyrir stuttu. Það er full ástæða til að við gerum eitthvað í þessu og jafnvel séum leiðandi meðal heimsþjóða í að laga vandamálið sem félagi í okkar vestri skapaði.