148. löggjafarþing — 12. fundur,  29. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[23:56]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið er hér lagt til að hækka framlög til Sameinuðu þjóðanna um 100 milljónir. Framlag Íslands til Sameinuðu þjóðanna fyrir næsta ár er 0,023% af rekstri Sameinuðu þjóðanna. Þetta er fyrst og fremst táknræn aðgerð vegna þess að Bandaríkjaforseti hefur boðað 37% niðurskurð á framlögum til Sameinuðu þjóðanna. Málið er alvarlegt. Yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa. Þetta mun bitna á friðargæslu, barnahjálp, þróunaraðstoð, friðarviðræðum, kjarnorkueftirliti og mannúðaraðstoð. Við leggjum hér til þessa lágu upphæð í raun og veru en hún er táknræn til að sýna stuðning okkar.

Þingmaðurinn segir já.