148. löggjafarþing — 12. fundur,  30. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[00:01]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að reyna að fá að tala um atkvæðagreiðsluna sjálfa af því að næst er líka atkvæðagreiðsla sem tengist þessu, þ.e. um breytingartillögu á þskj. 137 frá Pírötum og fleirum um þetta sama upp á 300 milljónir sem einhvern veginn rataði hingað inn upp á 250 milljónir sem stafar af óvissu um það hvort upphæðin væri rétt. Við vorum að reyna að komast í ákveðna sátt um það hvaða upphæð væri rétt. Þetta hefur greinilega gengið fram og til baka og endað þarna í 250 af einhverjum undarlegum orsökum. En af því við komumst að samstöðu í nefndinni, þegar rétt upphæð var komin, drögum við til baka breytingartillögu okkar á þskj. 137.

Annars var bara mjög gott að lokum að við gátum á þessum litla tíma fundið þá upphæð sem var næst því sem við gátum metið rétta.