148. löggjafarþing — 12. fundur,  30. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[00:03]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Hér er lagt til að 50 milljónum verði varið til vinnu við staðarvalsgreiningu vegna byggingar nýs Landspítala á nýjum stað. Meginmarkmið þessarar tillögu er að tryggt verði fjármagn til að hægt sé að hefjast handa við framkvæmd óháðrar og faglegrar staðarvalsgreiningar við nýtt sjúkrahús. Gert er ráð fyrir því að hafist verði handa 1. febrúar og að til verksins verði fengnir óháðir fagaðilar sem ekki hafa komið að verkefninu á fyrri stigum. Gera þarf faglega staðarvalsgreiningu til að fá það á hreint hvar hagkvæmast og best er að reisa nýtt þjóðarsjúkrahús.

Þingmaðurinn segir já.