148. löggjafarþing — 12. fundur,  30. des. 2017.

fjárlög 2018.

1. mál
[00:04]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Það sem vekur mestar áhyggjur þegar þessi nýja ríkisstjórn fer af stað er sú gamaldags hugsun sem virðist ríkja innan hennar um að nýtt þjóðarsjúkrahús skuli reist við Hringbraut hvað sem á dynur eftir 15–17 ára þöggun á öllum öðrum valkostum. Við teljum, og fleiri, að það sé ekki bara rétt heldur skylt að byggja nýjan spítala á betri stað. Það mun spara ríkinu til framtíðar stórar fjárhæðir. Það mun verða til þess að flýting verður á framkvæmdum við nauðsynlegt nýtt þjóðarsjúkrahús. Við teljum það satt að segja mjög alvarlegt ef þessi tillaga verður felld og þessu máli haldið áfram vegna þess að rödd skynseminnar verður að fá að heyrast í þessu máli. Öll rök hníga að því að nýtt þjóðarsjúkrahús eigi að vera á öðrum stað en við Hringbraut.

Þingmaðurinn segir já.