148. löggjafarþing — 13. fundur,  30. des. 2017.

frestun á fundum Alþingis.

77. mál
[00:15]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég mæli fyrir tillögu til þingsályktunar um samþykki til frestunar á fundum Alþingis samkvæmt 1. mgr. 23. gr. stjórnarskrárinnar.

Tillagan er svohljóðandi:

„Alþingi ályktar að veita samþykki til þess að fundum þingsins verði frestað frá 29. desember 2017 eða síðar, ef nauðsyn krefur, til 22. janúar 2018.“

Herra forseti. Tillagan skýrir sig sjálf.