148. löggjafarþing — 13. fundur,  30. des. 2017.

veiting ríkisborgararéttar.

75. mál
[00:17]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Herra forseti. Það er holur hljómur í því að heyra hæstv. dómsmálaráðherra ræða um að hér þurfi að fara eftir meiri stjórnsýslureglum á þessu þingi. Það er eiginlega bara fáránlegt.

En til að róa aðeins áhyggjur hæstv. dómsmálaráðherra lagði undirnefndin, sem lagði fram nöfn þessara einstaklinga, sig einstaklega vel fram við að vinna faglega að þessu máli. Veiting ríkisborgararéttar í gegnum þingið er geðþóttaákvörðun. Stjórnsýslureglur gilda ekki um hana. Þær gilda hins vegar um embættisathafnir ráðherra sem ætti að sjá sóma sinn í að greiða atkvæði með tillögu sem hún er að óska fólki til hamingju með.