148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

vísun skýrslna Ríkisendurskoðunar til nefndar.

[15:07]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill tilkynna að með bréfi dagsettu 18. janúar 2018 hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur Ríkisendurskoðunar: Stjórnsýsla ferðamála, Endurmenntun starfsmanna Stjórnarráðs Íslands, Hjúkrunarfræðingar: Mönnun, menntun og starfsumhverfi, Læknaminjasafn Íslands, Vistvæn innkaup og grænn ríkisrekstur, Póst- og fjarskiptastofnun: Málsmeðferð og stjórnsýsluhættir, og loks: Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2016.

Jafnframt hefur forseti óskað eftir því við fjárlaganefnd með bréfi dagsettu 18. janúar síðastliðinn að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur Ríkisendurskoðunar: Endurskoðun ríkisreiknings 2016 og Framkvæmd fjárlaga janúar til júní 2017.