148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:07]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill tilkynna að borist hefur bréf frá félags- og jafnréttismálaráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 58, um afnám vasapeningakerfis á dvalar- og hjúkrunarheimilum, frá Óla Birni Kárasyni.

Borist hafa tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 75, um skattfrádrátt til nýsköpunarfyrirtækja, frá Jóni Steindóri Valdimarssyni, og fyrirspurn á þskj. 41, um eignir og tekjur landsmanna árið 2016, frá Loga Einarssyni.

Loks hafa borist þrjú bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum frá Þorsteini Víglundssyni á þskj. 76, um búvörusamninga, á þskj. 87, um samkeppni í mjólkuriðnaði og stuðning við hann, og á þskj. 79, um samkeppni með landbúnaðarvörur.