148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[15:38]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Ég tek undir það að til lengri tíma litið skiptir það máli. En ég tel jafnframt einsýnt að við séum komin í það öngstræti með þessi mál að tvö til fjögur kjörtímabil, eða hvaða tíma sem menn ætla sér til að ljúka athugun á stjórnarskránni, séu einfaldlega of langur tími. Við getum klárað þetta mál mun hraðar.

Þegar litið er til stjórnarsáttmálans annars vegar og tekjuhliðar fjárlaga hins vegar er ekki alveg einsýnt hvaða leið ríkisstjórnin ætlar að fara í þeim málum á þessu kjörtímabili. Hæstv. ráðherra nefnir að verið sé að skoða komugjöld, þau hafa sannarlega verið skoðuð áður, það er gott og blessað. Veiðigjöldin, þau skilaboð sem hingað til hafa komið frá ríkisstjórninni eru á þann veg að það eigi að lækka þau.

Maður spyr: Er þetta ekki örugglega — mig langar til að hæstv. ráðherra fullvissi mig um það — svo alvarlegt og mikilvægt mál að brýnt sé að koma því í þann farveg að sátt náist um? Er það ekki viðurkennt?