148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[16:02]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Í fyrsta lagi, hv. þingmaður, eru veiðigjöld ekki skattur. Þau eru gjald fyrir afnot af takmarkaðri auðlind. Ef það hefur farið fram hjá hv. þingmanni þá hefur Samfylkingin meira að segja talað fyrir annars konar gjaldtöku sem er hugsanlega í formi uppboðs sem leiðir til þess að menn bjóða væntanlega ekki meira í hlutinn en þeir ráða við að borga. Í góðu ári fáum við miklar tekjur og í slæmu ári minni tekjur þannig að greinin geti alltaf borið þetta. Það er auðvitað skynsamlegast þegar öllu er á botninn hvolft. Þannig gerum við þetta í ýmsum öðrum atvinnugreinum. Mér skilst að hv. þingmaður styðji það.