148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:10]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef svo mikla trú á lýðræðinu að besta leiðin til þess að endurheimta traust ef eitthvað skortir á það er að ganga til kosninga. Það er leið sem ég hef sjálfur talað sérstaklega fyrir, bæði á síðasta ári og árið þar áður, þannig að það að ganga á fund kjósenda er leið til að gera upp mál. Það hefur ekki verið neitt umkvörtunarefni fyrir mig að eiga fund með kjósendum í landinu.

Varðandi hugmyndafræðina um fjárlögin get ég ekki tekið undir það. Þótt það sé heilmikið verkefni að setja sig inn í fjárlög hvers tíma og grunnrekstur ríkisins get ég ekki tekið undir að einhverju sé verulega ábótavant varðandi gegnsæi um ríkisfjármálin. Við gefum þeirri umræðu töluverðan tíma í þinginu, bæði gjalda- og tekjuhliðinni, meiri tíma en á við t.d. í Danmörku. Þar er þó miklu stærra ríkiskerfi (Forseti hringir.) undir í umræðunni.