148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:11]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af hverju þá að kvarta undan of tíðum kosningum? Ég er ekki viss um að það geri upp þau mál sem talað er um hérna.

Fjármálaráð talar einmitt um þann skort á gagnsæi sem tröllríður öllu í lögum um opinber fjármál, það er mjög greinilegt af fyrri álitum þess.

Seinni spurning mín er um vinnubrögð. Á síðasta kjörtímabili lagði ég fram fyrirspurn sem var ekki svarað. Fyrirspurnin var ekki umfangsmikil og þurfti ekki að afla sérstakra gagna til þess að svara spurningunni. Tíminn til að svara spurningunni var rúmur, mun meiri en þær þrjár vikur sem ráðherra vill t.d. gefa kjararáðshópnum.

Því vil ég spyrja ráðherra sem bar ábyrgð á því að svara þeirri fyrirspurn, vegna þess að ég hef áhyggjur af vinnubrögðum: Hver leggur mat á það hvort þær upplýsingar sem ráðherra hefur undir höndum varði almannahag eða ekki? Hvað telst reglulegur og skipulagður háttur við upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla?