148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:13]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í stjórnkerfinu erum við með nokkuð mótaðar reglur um upplýsingagjöf til fjölmiðla sem geta m.a. leitt til þess að menn skjóti til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem er vistuð í forsætisráðuneytinu, álitamálum um þetta efni. Það held ég að menn ættu að þekkja ágætlega nýleg dæmi um. Að öðru leyti svara ráðherrar auðvitað þeim fyrirspurnum sem beint er til þeirra á þeirra málefnasviði. Þeir eru kannski minna í því að svara almennum álitaefnum. Það er í raun og veru forsetaúrskurðurinn sem sker úr um það hvaða málefni heyra til hvers ráðherra.