148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:35]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ein örstutt hérna. Í nýlegri grein í Stundinni kemur fram sú skoðun hjá þingflokksformanni Vinstri grænna að það sé ekki þingmanna Vinstri grænna að ákveða ráðherraval annarra flokka. Mig langar því að spyrja formann Framsóknarflokksins, hæstv. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hvort það sama eigi við um þingmenn Framsóknarflokksins.