148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:43]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir góða ræðu og yfirgripsmikla. Samgöngumál eru nánast á eftir um land allt og mikið álag á vegum. Ég hjó eftir því að ráðherra talaði um að von væri á nýrri samgönguáætlun á næstu vikum. Það verður spennandi að sjá hana.

Mig langar að spyrja ráðherrann. Nú hefur verið á dagskrá síðan árið 2003 vegur um Teigsskóg og hefur lítið eða ekkert skeð. Umhverfisráðherra talaði um það í haust að hann væri ekki sammála því umhverfislega séð að lagður yrði vegur þarna. Megum við eiga von á því að (Forseti hringir.) ráðherrann fari í þá framkvæmd? Er hann hræddur við þensluáhrif varðandi slíkar framkvæmdir sem myndu auka á efnahagsvandann?