148. löggjafarþing — 14. fundur,  22. jan. 2018.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin framundan.

[17:46]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þá hefur mér misheyrst þetta með næstu vikur, en margar vikur mynda jú mánuði og síðan ár. Í sambandi við dýrar samgöngur komu vegtollar til tals á síðasta kjörtímabili, sem ég hef heyrt núverandi ráðherra þvertaka fyrir að verði settir á. Getur það samt sem áður verið til skoðunar þar sem hægt er að fara aðrar leiðir, eins og var gert í Hvalfjarðargöngum? Það var hjáleið og var réttlætt með því að vegtollar væru í lagi. Þá dettur mér í hug væntanleg Sundabrautarleið sem reyndar hefur verið álíka lengi á dagskrá og Teigsskógurinn. (Forseti hringir.) Nú eru eingöngu 2/3 af því gjaldi sem tekið er (Forseti hringir.) í bensínskatt og á að fara til vegamála (Forseti hringir.) notaðir. (Forseti hringir.) Hvar er 1/3 af því gjaldi sem á sannarlega (Forseti hringir.) að fara í …?