148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[15:42]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég get alveg skilið tilganginn með því að biðja um skýrslu af þessu tagi. Ég myndi styðja og ég held að það sé nauðsynlegt að við áttum okkur á því hvort við höfum tekið til greina þær ábendingar sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en ekki framkvæmdarvaldsins.

Ég óska því eftir og hefði kosið að flutningsmenn drægju þessa skýrslubeiðni til baka og tækju til við að móta tillögu um að Alþingi skipi sérstaka nefnd og ráði til þess starfsmenn og tryggi fjármuni til að fara yfir þær ábendingar sem koma fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og kortleggja með hvaða hætti ábendingunum hefur verið fylgt eftir, hvort þær hafi komið til framkvæmda o.s.frv., hvernig okkur hafi miðað áfram. Það er hinn eðlilegi gangur, að Alþingi sé með forræði (Forseti hringir.) í höndunum en afhendi það ekki framkvæmdarvaldinu líkt og þessi skýrslubeiðni felur í sér.