148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[15:47]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Með meiri yfirlegu o.s.frv. — þessi skýrsla var unnin á síðasta kjörtímabili. Þá skrifuðu allir þingmenn allra flokka undir það, nema þingmenn Sjálfstæðisflokksins, að flytja þá skýrslubeiðni. Síðan þá hefur því verið skipt upp í fleiri en eina skýrslu með nefndasviðinu sem hjálpaði til við að vinna skýrslubeiðnina. Margt hefur því verið gert og ítarlega unnið til að koma skýrslunni hingað.

Ég vil vekja athygli á því að undir skýrslubeiðnina kvitta þingmenn allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins en þingmaður Framsóknarflokksins var með á þessari skýrslubeiðni á þarsíðasta þingi, síðasta kjörtímabili. Það má kannski spyrja viðkomandi þingmenn af hverju þeir eru ekki með núna. En ég vek athygli á því að það eru sex flokkar sem kvitta undir þessa skýrslubeiðni.