148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[15:48]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætla nú ekkert að taka afstöðu til þess hvor er vitlaus eða rangur maður eða hvernig það er. En ég get því miður ekki stutt þessa skýrslubeiðni þar sem mér finnst hún of víðfeðm. Við sjáum ekki fyrir kostnaðinn, hún er of umfangsmikil. Ef við ætlum að læra af þessum málum þurfum við að afmarka okkur, vita hvert við erum að fara. Það er sjálfsagt að skoða málin, en að þessu sinni get ég ekki stutt þessa meðferð.