148. löggjafarþing — 16. fundur,  24. jan. 2018.

ábendingar í rannsóknarskýrslum Alþingis.

78. mál
[15:54]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Mér finnst líka óþægilegt að þurfa að fella skýrslubeiðnir, af því að það er eitthvað sem við höfum staðið fyrir, sama hvort við erum í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu á hverjum tíma, að hleypa í gegn. Hins vegar er auðvitað umhugsunarefni þegar verið er að biðja um skýrslubeiðnir hvers eðlis þær eru. Ég tek undir með hv. þm. Óla Birni Kárasyni um þá málsmeðferð sem hann lagði til. Ég hefði haldið að það væri málinu til heilla að þessi skýrslubeiðni yrði dregin til baka, sérstaklega í ljósi þess að þingmaðurinn er kannski að falast eftir því að fá stuðning allra þingflokka við málið ef það er um það búið með þeim sem hætti sem hér hefur verið reifað.

Það er ekki gott að mínu viti að byrja á því að fella mál og ætla svo að safna liði til þess að reyna að koma því í þann farveg sem það á kannski heima í. Ég hvet hv. þingmann, fyrsta flutningsmann, til þess að endurskoða hug sinn og draga málið til baka og leita leiða til að ná sátt um farveginn.